þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ég hata tölvuna mína. Hata er kannski ekki nógu sterkt til orða tekið. Urg garg og grenj. Áðan ætlaði ég að skrifa allt sem mig langar að eiga úr tölvunni á diska. Hún er að fara í viðgerð og viðgerðarkallinn sagði mér að gera það. Ok mér tókst að skrifa allar myndirnar og svo fór ég að skrifa skóladótið. Ég ýtti óvart á cut í staðinn fyrir copy en hugsaði að það væri nú í lagi. Nei auðvitað var það ekkert í lagi. Þegar öll skjölin voru næstum því komin á disk þá slökknað á tölvunni. Svo þegar ég kveikti á henni aftur þá kom upp gluggi og í honum stóð:"you have files waiting to be written on a cd. Click this balloon" eða eitthvað álíka. Ég smellti á blöðruna. Neibb engin "files" þarna. Athugað á diskinn. Neibb hann er ennþá tómur. Leitaði útum allt. Neibb. Allt sem ég hef nokkurn tíma gert í háskóla íslands er horfið. Gjörsamlega horfið.
Mig langar að hella kóki á lyklaborðið og skrúbba svo skjáinn með stálull.

Engin ummæli: