sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég er kona. Ekki stelpa lengur heldur kona.
Meðgangan breytti líkamanum mínum í konulíkama. Verð víst að henda öllum magabolunum sem ég notaði á hverjum degi hérna um árið. Þeir eru búnir að syngja sitt síðasta. Kannski ég sé búin að syngja mitt síðasta ;)
Nei ég er rétt að byrja.
Sunnudagsmorgnar hafa heldur betur breyst. Hér er ég, heima hjá mér, komin á fætur, hress og kát. Hjörtur besti liggur á leikteppinu og baðar út öllum öngum.
Í gærkvöldi var ég á fótum til hálf 2. Ekki vegna þess að ég væri að skemmta mér heldur vegna þess að ég var að þrífa íbúðina!!!
Núna er ég í nostalgíukasti að hlusta á messuna í útvarpinu.
Jahá tímarnir breytast svo sannarlega.
Það er farið að heyrast kvart og kvein af gólfinu, best að bjarga þessu.
Gleðilegan sunnudag.

Engin ummæli: