miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Var að hugsa um að taka til svo ég mundi vakna í skínandi hreinni íbúð á morgun. njeee... veit ekki ...
Fór með bumbukonunni í Ikea i gær. Kannski betra að segja að hún hafi farið með mér í Ikea. Ég gerði að sjálfsögðu kjarakaup á fullt af drasli sem ég nauðsynlega þurfti að eignast. Á leið heim áttuðum við okkur á því að við værum alls ekki manneskjur í að bera pokana inn heima hjá mér. Önnur með barn inní bumbu, hin með barn utan bumbu. Við brugðum á það ráð að hringja í sambýlismann bumbukonu og biðja hann um að sækja bumbukonu heim til mín. Þegar við renndum upp að húsinu sat hann samviskusamur í bílnum og beið bumbukonunnar. Hann var gripinn glóðvolgur og látin bera poka inní íbúð.
Mér leið dálítið kjánalega. "hæ Kristinn, ehemm fyrst þú ert hérna værir þú þá nokkuð til í að bera pokana mína upp?"
Allavega....
Klukkan er orðin 12. Það þýðir bara eitt!!!! ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!
Skrýtið...

Engin ummæli: