sunnudagur, nóvember 27, 2005

Horfði á fréttirnar á stöð 2 áðan. Það var frétt um einhverja stráka sem höfðu ákveðið að stríða einhverjum útigangsmanni. Hann var á hjóli og hljólaði fram hjá þeim í rólegheitum en þeir hlupu á eftir honum og helltu fyrst yfir hann vatni úr fötu og skelltu síðan hveiti yfir. Helltu meira að segja yfir hausinn á manninum.
Þetta tóku þeir upp á myndband og settu á heimasíðuna sína. Sögðu svo "þetta var bara einhver róni". Skellihlógu svo að öllu saman.
Ég næ ekki upp í nefið á mér, hoppa hæð mína í loft upp og það detta af mér allar dauðar lýs.
Hvernig dettur fólki í hug!!!! Hvernig geta þeir verið svona vondir!!! Þetta er bara að vera vondur við fólk!!!
Hér með nota ég alnetið til að lýsa yfir fyrilitningu minni á svona hegðun og fólki sem hana stundar!!!!
Ég vona heitt og innilega að þeir skammist sín. Ég vona líka að einhver skammi þá.
Ég á bara ekki eitt einasta orð...
Kannski er ég úber viðkvæm en ég fæ bara sting í hjartað yfir því að fólk geti verið svona vont.
Get ekki hætt að hugsa um aumingja kallinn sem átti þetta ekki skilið.
URG!

Engin ummæli: