Heima ein á laugardagskvöldi.
Búin að læra slatta í dag, las endalaust af greinum um heilbrigði fólks í tengslum við kyn, aldur og stéttir. Æsispennandi.
Næst á dagskrá er efnafræði. En fyrst pása til 21.
Svona eru dagarnir mínir. Mér líður illa ef ég fer útúr húsi því þá finnst mér ég vera að sóa tíma. Prófin nálgast. Sem betur fer, því þá fer þetta stress að verða búið.
Það er alveg farið að sjást á nemendum að við erum öll orðin stressuð. Það liggur við að fólk feli glósurnar sínar. Fólk hvíslast á og þeir sem eru í félagi launa samanrúlluðum glósublöðum sín á milli í frímínútum. Flestir eru farnir að borga heilu og hálfu handleggina fyrir aukatíma af einhverju tagi, sumir vilja ekki gefa upp hvað þeir eru í mörgum aukatímum.
Sálfræðikennarinn tapaði sér á föstudaginn yfir því að við værum enn einu sinni að spyrja um glærur sem áttu að vera komnar á netið í september. Æsti sig alveg merkilega mikið yfir því hvernig við gætum endalaust pirrað hana á því að vera að spyrja um þetta. Æpti svo upp yfir sig að það væri nú engin lög sem segðu til um það að kennurum bæri skylda til að setja glærur á netið.
Mér fannst þetta alveg stórmerkileg heðgun af kennara, svo ég tali nú ekki um sálfræðikennara, sem var að byrja tíma. Í tímanum kenndi hún okkur svo allt um álagshegðun og hvernig fólk bregst við álagi. Þóttist vera ógurlega fróð og talaði mikið um hvernig meðferðir hún væri að veita fólki á Lsp.
Mig langaði dálítið til að fara að hlæja. g
Mér dettur aldrei í hug að hitta neinn eða hringja í neinn. Ég hef bara alveg ofsalega lítinn tíma.
Ég er samt alveg til í að hitta fólk öðru hvoru, en ég verð að skipuleggja það með fyrirvara.
Hef ekki gott af spontant ákvörðunum og það fer of mikill tími til spillist ef ég er alltaf að kíkja hingað og þangað til að gera hitt og þetta.
Vona bara að öll þessi vinna skili sér í ásættanlegum árangri.
Jæja.. Lífræn efnafræði..
Hils. Marta
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli