laugardagur, apríl 22, 2006

Ég var ekkert að stressa mig yfir að fá einkunnir úr heimaprófinu. Ekki fyrr en ég fékk email frá kennaranum sem í stóð:"þið fáið svo einkunnir úr heimapófinu á morgun eða laugardag.. ". Þarf að taka það fram að ég er búin að vera með hnút í maganum síðan í gærmorgun?!??!
Þarf kannski heldur ekkert að taka það fram að helv.. einkunin er ekki ennþá komin.
Sem sárabætur át ég yfir mig af pizzu í kvöld og drakk of mikið jolly.
Til fróðleiks er Jolly "kók" Færeyinga. Sunneva sagði mér að Færeyjar væru eitt af fáum(ef ekki bara eina ) löndum þar sem kók er á markaði en er ekki ríkjandi. Hér drekka allir bara sitt Jolly. Enda er það miklu betra en kók.
Jæja kominn tími til að kíkja aftur á póstinn ....

Engin ummæli: