þriðjudagur, apríl 25, 2006



Svona er nú ljómandi notalegt að vera í Færeyjum. Sitja saman í stofunni og borða epli og vera til.
Lífið er svo sannarlega ljúft. Ef ég hefði farið til Færeyja með fjölskyldu minni fyrir tveimur árum þá hefði ég dáið úr leiðindum. Núna er þetta bara búið að vera dásamlegt og notalegt. Gaman að geta bara verið með Hirti og fjölskyldunni og ekki þurfa að hugsa um neitt annað. Finnst ég hafa fengið pásu frá heiminum í mánuð. Held það hafi bara gert mér mjög gott. En nú komum við heim á föstudaginn og það verður líka mjög fínt. Bæði betra. Vildi samt að ég gæti tekið Færeyjar með til Íslands eða Ísland með til Færeyja. Gæti alveg búið í Fríslandseyjum.
Góða nótt.

Engin ummæli: