fimmtudagur, apríl 13, 2006

Mjóir vegir...
Í dag fórum við í bíltúr um eyna. Matthías Hjörtur varð reyndar eftir heima ásamt ömmu sinni og Patreki. Hann er því miður ekkert svo skemmtilegur í bíl, blessaður ljúfurinn.
En við hin (Björgvin, Guðjón, Sigrún og Rut) ókum til Súmba. Súmba er syðsti bærinn á Suðurey og þar með syðsti bærinn í Færeyjum.
Á leiðinni sáum við líka aðra bæi. En í Færeyjum er allt fullt af litlum sætum bæjum/þorpum. Við stoppuðum hjá Vágum og skoðuðum magnað brim. Svo keyrðum við gamlan veg yfir fjall. Vegurinn var hálf-breiður og MJÖG bratt niður. Ég lifði það þó af með því að halda mér fast í öryggisbeltið og anda djúpt í beygjum.
Merkilegt þykir mér að í Færeyjum (amk Suðurey) virðist ekki skipta máli hversu lítill bærinn er, allir státa þeir af svaka fínum gervigrasvöllum.
Með færslunni set ég mynd af Súmba (nokkur hús) og glæsilega gervigrasvellinum þeirra. Séð ofan af fjallinu.
En ég hef líka sagt frá því áður að hér rölta kindur útum allt. Einn maður sagði mér að hér væru kindurnar álíka heilagar og beljur á Indlandi.
Rétt við Vága fórum við og skoðuðum rosalega vík/brimgarð/strönd (veit ekki hvað svona kallast). Þetta er líka gamall lendingarstaður fyrir báta, það er enná steypt renna sem liggur niður í sjó. Hverngi hægt var að komast þarna á árabátum skil ég alls ekki en þetta var allt saman óskaplega fallegt.
Hils...
ps myndadótið í blogger er eitthvað bilað svo það koma bara linkar á myndirnar ;)

Engin ummæli: