fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég held að að vera í Færeyjum sé svolítið eins og að vera útlendingur á Íslandi. Allir eru svo litlir og skrýtnir og tala lítið skrýtið mál. Svo er það veðrið.... jimundur! Veðrið hér er MUN dyntóttara en veðrið á Íslandi. Í morgun fór ég í göngutúr, þá var smá snjómugga en bjart yfir og allt hvítt. Í hádeginu setti ég Matthías Hjört útí vagn og þá var sól og rok en ennþá snjór yfir öllu. Smástund síðar var komið él. Um 3leytið fórum við mamma í búð. Ég þorði ekki að keyra ein vegna þess að það var hálka og við á sumardekkjum. En viti menn! Þegar við komum út var allt orðið autt og sól úti!!!
Núna er rok og snjókoma.
Maðurinn sem ber út póstinn reyndi að tala við mig í morgun. Ég varð voða feimin en náði samt að stynja út úr mér "hej" svo fór ég bara í panik. Skildi svo að hann var að tala um veðrið. Þá tókst mér að segja "líka á Íslandi".

Annars er ég búin að skemmta mér við að lesa
þetta.
Ótrúlega fyndið að lesa sápuóperu.

Brooke játar fyrir Deacon að hún beri sterkar tilfinningar til hans en geti ekki verið með honum því hann sé tengdasonur hennar. Zende, kjörsonur Kristin, kynnist afa sínum, Eric Forrester.

Sally reynir að fleka Massimo og tekur sporið við lagið „Mustang Sally“ en hann stenst freistinguna. Stephanie kemur Massimo til hjálpar og þau kyssast. Stephanie segir Eric að hún hafi farið á skrifstofu Massimos því hún hafi verið afbrýðisöm út í Sally. Stephanie og Massimo kyssast aftur. Ridge kemur að þeim en gerir þeim lífið ekki mjög leitt.

Thorne eltir konu um götur Portofino. Honum þykir hún óþægilega lík Macy en hún er dáin. Hann eltir hana að vita og hún segist vera Macy. Hún sé ekki dáin heldur hafi hún verið í felum á Ítalíu. Hún hafi ekki dáið í bílslysinu. Faðir hennar hafi bjargað henni, farið með hana til Ítalíu og hjálpað henni að ná bata. Þarna hafi hún hafið nýtt líf í friði, fjarri Thorne og Forrester-fólkinu. Hún hafi átt í ástarsambandi við stjórnsaman Ítala, Lorenzo. Hann eigi lítið veitingahús þar sem hún hafi sungið fyrir gestina. Það kemur mjög flatt upp á alla að Macy skuli enn vera á lífi.

ok nú skal ég hætta... þetta er bara svoooo sniðugt!

Heils frá Færeyjum.

Engin ummæli: