mánudagur, janúar 16, 2006

Svei mér þá, ég held að ég hangi of mikið á netinu. Það fer í taugarnar á mér ef fólk uppfærir ekki bloggsíður sínar einu sinni á dag eða oftar. Ég er farin að lesa sömu bloggfærslurnar mörgum sinnum. Kannski á þetta eitthvað skylt við að frumburðurinn er búin að vera með leiðindakvef og svo við erum ekki búin að fara út fyrir hússins dyr í 3 daga!!!
Nú er ég búin að lifa lífi manneskju sem neytir engra mjólkurvara í 2 daga. Hvernig borðar maður sig sadda af mat sem inniheldur ekki mjólk, rjóma, ost eða smjör?!? Ég bara spyr.
Ég fór í bónus í gær og keypti fullt af grænmeti og ávöxtum. Eitthvað verð ég að borða á milli mála í staðinn fyrir kex með smjöri og osti, kex með smjöri, mjólkurkex og kakómalt eða ristað brauð með smjöri og osti. Bráðum verður maturinn sem ég keypti Bónus uppurinn. Það verður enginn saddur af ávöxtum og grænmeti.
Kannski verður þetta til þess að ég vakna upp eftir 2 vikur og kemst i gallabuxurnar mínar :S

Nú stefnir allt í að ég þurfi að fljúga til Ísafjarðar á föstudaginn. Er núna að horfa á veðurspána. Það spáir -10 á morgun og +4 á miðvikudaginn!! hverslags veður er þetta eiginlega ?
Jámm..

Engin ummæli: