föstudagur, janúar 27, 2006


æji ekki gerist nú mikið ... sem betur fer kannski.
Ég er eiginlega ekki byrjuð í skólanum og strax byrjuð að fresta. Ég er ekki að fresta ritgerðaskilum, verkefnum eða neinum slíkum smámunum. Ég er að fresta því að byrja af fullum krafti í skólanum. Þegar ég byrja af fullum krafti þá þýðir það að kaupa bækur og jafnvel byrja að lesa í þeim. En æji ég nenni ekki að hugsa um það núna, ég er búin að fresta skólanum fram á mánudag. Það þýðir að ég þarf ekki að byrja að skipuleggja fyrr en á sunnudag. Þar af leiðir að ég verð að njóta þess að vera í fríi þangað til.
Annars er ég nú bara búin að hafa það gott. Fór til Ísafjarðar og var EKKERT hrædd í flugvélinni á leiðinni vestur. Þið sem þekki mig vitið hvað það er merkilegt!!!
Það var líka yndislegt veður og stórkostlegt útsýni og slatti af skyldfólki mínu var í vélinni.
Það var gott að koma á Ísafjörð. Bærinn bauð mig velkomna með fallegu fjöllunum sínum og sólin sleikti toppana. Þó erindið væri ekki skemmtilegt þá er alltaf gott að koma vestur.
Sýna sig og sjá aðra.
Svo flaug ég suður og það var ekki eins gott að fljúga EN ég var lítið sem ekkert hrædd þá heldur!!! Ótrúlega merkilegt. Nú gæti verið að ég fari bara að fara í ferðalög...
Ef flughræðsla mín hefur minnkað til muna (eins og ég vona) þá breytir það ótrúlega miklu, allt verður mikið auðveldara.
Já, ég get þakkað Matthíasi Hirti ansi margt.

Engin ummæli: