fimmtudagur, janúar 05, 2006

Það er einhver undarleg spenna í loftinu. Mér finnst eins og eitthvað hljóti að fara að gerast eða einhver svakalegur komi í heimsókn.. .. æji ég veit ekki.

Í dag eyðilagðist geislaspilarinn minn. Hann datt í gólfið og lokið svona hálf datt af og þegar ég reyndi að setja það á aftur þá sleit ég "mænuna" í tækinu og nú er það alveg lamað og ég sé ekki fram á að lækning finnist í náinni framtíð. Frekar leiðinleg þar sem þetta var voða fínn spilari. Keyptur í fríhöfninni og þ.a.l. ekki dýr.

Er núna að melda það með mér hvort ég eigi að láta verlsa nýjan spilara í fríhöfninni. Get lífsins ómöguleg ákveðið mig. Líf án geislaspilara er nú samt hálf-leiðinlegt.
Ætti ég að láta kaupa eins spilara fyrir mig eða ætti ég að kaupa heilt tæki? Er vinkonum mínum treystandi til að kaupa almennilegt tæki í fríhöfn?
Önnur þeirra er varla mellufær á tölvur, spurning hvort hún mundi ekki bara kaupa kasettutæki. Hin er engin tækjakona.
Væri dásamlegt ef Helga Þ. eða Hjördís mundu drullast úr landi og inní það aftur.
Allavega ef einhver á leið um fríhöfn og treystir sér til að kaupa meðal góðan ferðageislaspilara endilega láta mig vita ;)

Engin ummæli: