laugardagur, október 14, 2006

í fljótu bragði sé ég leikskólatösku, handakút, kubba, bangsa og sigti á gólfinu inni á baðherbergi. Ég sé smekk, flísbuxur, galla, jakka, skó, vettlinga, flíspeysu, sokka, smekk, kremtúpu á gólfi, allt í eigu barns.
Í stofu sé ég stól með þvottabala, balinn er fullur af dóti, bæði þvotti og alls konar öðru. Sé líka nokkra smekki flækta saman á ofni. Í sófa er ullarpeysa, teppi og silkislæða. Veit að bakvið sófa er líka búið að troða kubbum og ýmsu dóti. Á sófaborði liggur einmanna sokkapar.
Á stofugólfi liggur móðurjakki, peysa, sling og lambhúshetta, inniskór, ullarpeysa og ferðastóll í poka.
Í einni bókahillu er svefnpoki.
Í dótahorni drengs er dót útum allt.
Á gólfi liggja líka rúsínur á víð og dreif.
Í svefnherbergi liggur sofandi lítill strákur. Í eldhúsi situr mamma og lærir. Á eldhúsborði er kaffibolli, líffærafræðibók, glósuspjöld, tölva, djúsglas og græn stútkanna.
Á veggnum eru tveir föngulegir menn, annar sýnir beinin hinn vöðvana.
Áfram með smjörið...

Engin ummæli: