föstudagur, júní 08, 2007

Ein ég sit og sauma ekki.
Það er svo mikið drasl heima hjá mér að ég nenni ekki einu sinni að vera hérna.
Vinnulífið er ótrúlega spes. Mér finnst mjög gaman í vinnunni og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi og ég hugsa að það muni halda svoleiðis áfram út sumarið. Það er svo margt sem ég veit ekki og það er svo gaman. Stundum fer samt pínu í taugarnar á mér hvað ég þarf að spurja mikið. Aumingja fólkið sem sé mig nálgast með spurningu númer 18hundruð á vörunum. Bara þann daginn.
En já .... það er svolítið bras að ná að gera allt sem þarf að gera á daginn. Við hendumst á fætur rúmlega 7 og barnið er mætt á leikskólann kl 7:45. Þá hjóla ég eins hratt og ég get í vinnuna og reyni að vera komin inná deild kl 8:00. Það gengur svona misvel og eins og gefur að skilja er mér oft mjög heitt fyrsta klukkutímann. Ég búin að vinna kl 15:30, þá hjóla ég heim og sæki barnið á leikskólann. Svo þarf að elda mat, taka til og jafnvel stundum versla eða bara hitta fólk. Yfirleitt er bara hægt að gera hluta af verkunum. Þegar barnið er komið í rúm þá leggst ég bara í sófann. Svo sef ég þar eins og gamalmenni þangað til ég fer inní rúm.
Ég vona að ég venjist þessu einhvern tímann og fái meira vökuþol. En á meðan það er að gerast er þvotturinn ekki samanbrotinn, vaskurinn er fullur af uppvaski og það er best að vera annað hvort berfættur (skíta ekki út sokkana) eða í skóm (sama og hinn sviginn).
Ég er ekki nógu skipulögð.
Ég gæti nú alveg drukkið kaffi.

2 ummæli:

Gríshildur sagði...

Þetta gæti verið kafli í bókinni "Hvunndagshetja á 20. öld" :D

Nafnlaus sagði...

þú ert samt svo dugleg marta mín, ánægð með þig ;)