jámm ...
Var minnt á það um helgina hversu mikið hefur breyst.... það er svo langt langt langt í konuna sem var ég 2004. Það er stundum svo skrýtið finnst mér. Skrýtið hvað margt getur breyst á stuttum tíma eða svona þannig.
Líka skrýtið hvað þetta hefur verið rætt mikið á mismunandi vígstöðvum þessa helgi.
Eníhú...
Ég stefni ótrauð á að verða nýliðameistari í uppsetningu æðaleggja. Skoða allar nálar í gríð og erg og er manna fyrst að taka eftir því ef einhver sjúklingur hugsar um að viðkomandi leggur sé farin að pirra hann eða eitthvað annað sem gefur ástæðu til að setja upp nýjan.
Ég man hvað ég hlakkaði til að fá að gera þetta og nú er komið að því og mér finnst það alveg jafn fáránlega skemmtilegt og ég hélt, jafnvel skemmtilegra. Svo núna er ég týpíski hjúkrunarfræðineminn sem gónir á hendurnar á öllum og velti fyrir mér hvaða æð ég mundi nú nota ...
Þannig er nú það.
Svo er það hann þarna, ég var alveg búin að gleyma hvað mér finnst hann sætur.
sunnudagur, apríl 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
pant að þú hringir í mig fljótlega þegar þú hefur tíma og við spjöllum!
haha ágætt að vita að ég sé ekki ein um það að góna á hendurnar á fólki einungis í þeim tilgangi hvaða æð myndi henta best í þetta game
Skrifa ummæli