miðvikudagur, október 15, 2008

Börn eru stundum svo miklir lúðar að það bara gengur ekki upp.
Í dag kom barn í heimsókn til mín. Ég og mamman ákváðum að deila saman kvöldmat. Svo eru flestir búnir að borða, mömmur sátu og spjölluðu og annað barnið hvarf inní herbergi að leika, eða það héldum við.
Eitthvað var nú undarlega hljótt inní herbergi. Móðir fór og athugaði málið. Ekki var það nú sérlega heillandi sjón sem mætti hennni. Litli undursamlegi englabossin var búin að hafa svona líka huggulega formaðar HÆGÐIR (já ég verð að nota hjúkkumál þarna) í gluggakistuna inní herbergi!!!!! Ekki nóg með það heldur hafði barnið dundað sér við að maka þessum ilmandi afurðum sérlega lystilega um alla gluggakistuna.
Mjög listrænt allt saman eða svo fannst örugglega barninu.
Hvernig dettur þeim þetta í hug????

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fékk maníukast! greyið litli englabossinn minn.. :(

en þetta var samt fyndið.. eða er það núna.. var það hreinlega ekki at the moment!!

kv. skítamamman!

marta sagði...

hahhaah ég er ÖLL að flissa yfir þessu... ennþá!

Nafnlaus sagði...

omg er það eina sem ég get sagt
Svala

Unknown sagði...

Þetta var svo ekki það sem ég þurfti að lesa núna. :)

hilda sagði...

mér finnst endalaust dásamlegt að hafa orðið vitni að þessu....það þykir mér hafa verið forréttindi...haha...æi litla skottan svo sæt og dúlluleg þegar ég kom inn...en þá var hún ekki byrjuð að maka...spurning hvort hún hafi verið í hægðum sínum...haha...spaugileg ég...i know;)

Gríshildur sagði...

oj :P

Nafnlaus sagði...

Haha æji þetta er fyndið. Hefði ekki viljað lenda í þessu sjálf en fyndið eftir á. Skemmtileg saga til að segja fyrsta kærastanum þegar hún verður á gelgjunni.