fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Næturvakt.
Ætlaði mér aldeilis að hafa það huggulegt ásamt Múbbanum og fleiri gömlum vinum sem hafa ekki sést lengi. Múbbinn festist svo í heyskap og ég á nætuvakt. Átti engu að síður ágætis kvöldstund með sófanum góða og vinum mínum sem sinna erfiðu og krefjandi starfi á bráðavakt í Chicago. Mín vakt er ekki eins hádramatísk.
Mig langar agalega að skrifa margt og mikið. Því miður virðist vera eitthvað fátt um fína drætti í heilabúiniu eins og stendur og engin sérstök vitneskja sem vellur þaðan út.
Kannski ég fari bara að lesa einhvern áhugaverðan fróðleik.
Hils.

Viðbót.
Í nótt er ég búin að skanna barnaland. Ég veit að maður á ekki að gera grín að minni máttar en í skjóli nafnleyndar verð ég bara að gera smá grín að ensku kunnáttu þessarar stúlku sem leitaði sér aðstoðar á beibílandinu:
"Hello i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :) I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007. One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003. Are something wrong this toy or????? What can I do?? Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better???? "

Einhver óprúttin aðili var óforskammaðri en ég og snaraði þessu yfir á íslensku. Smá útúrsnúningur en mjög hressandi:"Halló,Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????"

Ég þurfti að vanda mig svakalega við að halda andliti og missa mig ekki í einhvers konar geðsýkis-svefngalsa hláturskast.
Yfir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta þótti mér fyndið!
Lynja

Hel sagði...

VÁ ég var eiinmitt að klikkast hérna yfir þessu. allir krakkarnir mínir og ég í kasti.
en djöll er hún huguð að koma með þetta þarna inn..

Nafnlaus sagði...

Sjitt ég get ekki hætt að hlæja.
Barnalandsskanninn minn var greinilega úti þegar þetta átti sér stað, þvílík snilld að rekast á þetta núna.
Ég er bókstaflega búin að pissa á mig!

Vala

Nafnlaus sagði...

ahahahahhahaa
almáttugur.. hvaða snillingur þýddi?:D

láttu nú renna af þér byttan þín;)

Gríshildur sagði...

:D

Nafnlaus sagði...

Jesús Pétur og allur hanns skari þetta er bara hrillilega fyndið, las þetta fyrir manninn minn og hann botnar ekkert í mér labbaði bara í burtu hristandi hausinn........
Karlmenn!!!!!!(= fattlaus lítil dýr)
Knústu litla manninn frá mér.
Kossar og knús Hilda og co.