þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Sumum finnst voða leiðinlegt að lenda í úrtaki hjá Gallup. Einhvern vegin hefur mér alltaf fundist það vera voða spennandi. Finnst yfirleitt eins og ég hafi unnið vinning þegar mér er tilkynnt að ég hafi lent í úrtaki. Verð sem sagt voða spennt og æst í að taka þátt.
Þess vegna gat ég ekki afþakkað áðan þegar ég fékk hringingu frá umræddu fyrirtæki. Jafnvel þó ég væri á kaffihúsi með vinkonu minni, góðri vinkonu sem ég hitti sjaldan. Ég hafði í raun ekki tíma en svaraði samt. Í ljós kom að könnunin var um viðhorf til vínbúða.
Einu sinni verslaði ég oft vín. Mér til mikillar furðu komst ég að því að ég man ekki hvenær ég keypti síðast eitthvað í vínbúð. Ég gat ómögulega gert upp við mig hvað mér fannst mikilvægast; viðhorf starfsmanna, næg bílastæði, nálægð við matvörubúð, vöruúrval eða umhverfi verslunar. Var ógurlega mikið að vandræðist með hvernig ég ætti að raða þessu í röð eftir mikilvægi. Spurning um að taka könnunina of hátíðlega?
Eftir allt saman var þetta bara dálítið erfið skoðanakönnun þar sem ég hafði enga skoðun á umræddu máli.
Svo endaði þetta með tekjuspurningum í lokin og þá verð ég alltaf dáldið bitur, enda alltaf í lægsta flokknum.
Yfir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iss tekjur smekjur.. þú gast nú allavega verslað í ikea í gær;)
mergjaðar gardínur og með því;)

........

Nafnlaus sagði...

Skil ekki, ég er eins og þú, finnst þetta voða sport en þeir hringja aldrei í mig. Alltaf bara Óla, skil þetta bara ekki? :S
Vonast eftir símtali frá gallup á næstunni.

-Vala