Allt að gerast.
Tveggja ára afmælið er löngu búið. Drengurinn gerði móður sína óendanlega stolta með því að vera jaft ótrúlega frábær og hann er. Í marga daga hugsaði ég um það hvað ég ætlaði að skrifa langt og væmið blogg til heiðurs honum.
En jæja þetta er nú alveg nóg.
Skólinn er byrjaður á fullu og tölvan mín notaði tækifærið til að gefa frá sér síðasta háværa viftuhljóðið. Ég rauk til í fljótfærniskasti og keypti nýja tölvu.
Æji voðalega er þetta eitthvað leiðinlegt. Hef ekkert að tala um nema eitthvað sem mun hljóma eins og upptalning á hverjum atburðinum á fætur öðrum.
Við skulum bara hafa þetta eins og það er og vera ekkert að þykjast vera skáldleg.
Í næstu viku flytjum við í stærri íbúð.
I næstu viku mun barnið byrja á nýjum leikskóla
Um síðustu helgi týndi ég veskinu mínu, í gær fannst það.
Um síðustu helgi var ég konan sem dansaði eftir lokun. Úff.
Núna ætla ég hlusta á hjal og mas um örverur og sýkla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Frábært að það er búið að finna veskið, þá þarftu ekki að væla út nýtt strætókort! :)
Styttist í flutningana, ég er sko alveg komin í flutningsgallann!! :)
haha gaman að þú hafir kommentað Vala - bloggið var sérstaklega fyrir þig. :)
Hæ Marta
Ég kíki stundum á bloggið hjá þér, skemmtilegt aflestrar, þegar maður lítur upp úr námsbókunum. Hljómar þetta ekki eins og ég sé alltaf að lesa.
Kveðja Sæa
Skrifa ummæli