miðvikudagur, mars 26, 2008

Ég framkvæmdi mjög heimskulega athöfn í gær þegar ég skoðaði gamlar sumarmyndir úr sveitinni. Myndirnar voru voða fínar en ég var ekki sátt þegar ég leit næst í spegil.
Í dag er ég sem sagt bara búin að borða holla súpu og grófar sykurlausar bruður.
Barnið er veikt svo við höngsum bara. Búin að horfa á latabæ ca 8x og er orðin svo gegnsýrð að ég hafði ekki einu sinni rænu á að lækka á meðan barnið svaf í sófanum. Áfram Latibær!

2 ummæli:

Gríshildur sagði...

já, áfram latibær :)

Nafnlaus sagði...

Haha, úff gamlar myndir eru hræðilegar. Fyndið samt hvað manni finnst maður aldrei neitt mjór eða sætur fyrr en mörgum árum seinna. Ég lenti í svipuðri myndaupplifun nýlega og fór verulega að hugsa minn gang eftir það ;)