þriðjudagur, maí 13, 2008

Árið 1990 var ég að verða 11 ára og Stjórnin var uppáhalds hljómsveitin mín. Sigga og Grétar rústuðu júróvisjón. Eða svona... hverjum var ekki sama um þessar 3 þjóðir sem voru fyrir ofan þau?
Ég og vinkona mín fréttum að stjórnin væri á leið til Ísafjarðar og að það hefði verið haldin júróvisjón danskeppni á barnaballinu. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og rukum heim til ömmu þar sem upptöku af júróvisjón var skellt í videotækið og hafnar strangar æfingar.
Við æfðum eins og sannir keppnismenn í heila viku eða þangað til við vorum búnar að ná öllum hreyfingunum fullkomnlega. Að eigin áliti að sjálfsögðu.
Ég var Sigga og hún var Grétar, við vorum í eins peysum og næstum því eins buxum. Okkur fannst við mega töff. Stjórnin var líka svalasta fólkið, og við gátum dansað eins og þau.
Engir aðrir voru búnir að æfa sig svo við rústuðum keppninni og fengum að launum áritaða plötu með stjórninni

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha, vá hvað þið hafið verið töff. Örugglega næstum jafn töff og Sigga og Grétar. YouTube er snilld, það er ALLT þar!!

Verst þú sért ekki enn svona mikill Siggu Beinteins fan.. þá væri söngvaborg aðeins bærilegri ;)

Kv. Drífa

Nafnlaus sagði...

Hehe, frábært! Já, Stjórnin var sko flottust í þá daga :)

Kv. Auður

7fn sagði...

marta.. megum við æfa eitt lag enn..? PANT VERA GRÉTAR!!!:D

eN VÁ .. fékk tótallý gæsahúð ALLT myndbandið!!! GEÐVEIKT!;)

Nafnlaus sagði...

eins gott að þið æfðuð ykkur! til lukku með sigurinn í denn... hefuru ekkert lagtí að læra dansinn hans Palla síðan þarna um árið??
Svala

Nafnlaus sagði...

Jesúss alveg hefuru verið MET.
Sé þig svooo í anda í einhverri rosalegri peysu enda tískan snarbrjáluð en töff á þessum tíma.

Ég er greinilega með einhver SÖMU gen og þú. Því mig rámar í að á svipuðum aldri hafi ég og einhverjar vinkonur mínar reynt án árangurs að hringja í Grétar og tjá honum ást okkar. En þar sem það gekk ekki eftir sendum við honum æst aðdáenda bréf. ...HEPPINN hann?...

kv Heiða