laugardagur, maí 03, 2008

Samkvæmt ónákvæmri talningu á sonur a.m.k. 25pör af sokkum. Í dag átti svo að búa barnið til pössunar og að sjálfsögðu senda með honum aukaföt. Eitthvað virtist sokkaskúffan tómleg svona við fyrstu sýn svo hafist var handa við að para saman sokka og leita að samstæðum hér og þar um íbúðina. Eftir mikla og nákvæma leit fundust 5 pör af sokkum og ca 10 stakir sokkar.
Hvernig getur þetta verið?
Þvottavélin okkar er hér innandyra og ég man ekki eftir tilfelli þar sem barnið hefur komið heim sokkalaust eða bara á einum sokk.

2 ummæli:

Goddezz sagði...

Sokkadraugurinn heimsækir mig stundum líka...

Nafnlaus sagði...

mig líka, samt á ég ekkert barn. bara einn svona einar.