þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Þeir skilja sem skilja.
Eitt lítið 30 sekúnda myndband og eftir sat hálf klökkur maður hinum megin. Ég var alveg steinhissa. What!???
Síðan hefur verið hálfgerður hvirfilbylur. Vann ég í lottó? Er kannski verið að segja mér að ég hafi unnið í lottó en þegar ég ætla að sækja peningana þá kemur í ljós að þetta var bara alltí plati rassagati?
Það fer allt í hringi. Ekki samt endilega á slæman hátt. Núna þarf ég samt að hugsa þetta upp á nýtt. Ég hélt að ég þyrfti ekki að hugsa um neitt þessu líkt næstu 10 árin. Þetta er allt saman svo frábært en samt svo ótrúlega skrýtið.
Líka svo ótrúlega stressandi. Hvað ef það bara fellur allt í sama farið? Það væri sko aldeilis ekkert gaman. Alveg bara ekkert gaman. En kannski gerist það samt. Ég stjórna því víst ekki. Maðurinn með derhúfuna stjórnar því. Ég er búin að leggja mitt á borðið og reyna eins og best ég kann að útskýra hvað ég meina. Vona bara að það skiljist yfir hafið.
Vona bara að mannfjandinn taki orði mín til greina og vandi sig. Mannfjandinn er alls ekki sagt af biturð.
Marta

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg rétt, það var þetta sem ég ætlaði að spurja þig um þegar ég hringdi í kvöld en tókst greinilega að gleyma því í öllum öðrum umræðuefnunum.

Ekkert spurst frekar?

Ætli allt hafi ekki sinn tíma.

Knús yfir ganginn.

Unknown sagði...

Hæ sæta sys
Vó...spes færsla
Ekki það að ég nái nokkrum botni í þessari færslu.
En þá hef ég á tilfinningunni að þú hættir að halda þínu striki svo allt sem gerist verði frekar í plús heldur en í mínus.


kv Heiða