fimmtudagur, nóvember 27, 2008


Ég er búin að eyða heilli viku í að gera verkefni. Ég er búin að nöldra mikið og hátt yfir því hvað það er leiðinlegt að gera þessi verkefni og að ég vilji miklu frekar eyða tímanum mínum dýrmæta í að læra undir próf. Próf sem nálgast á ógnarhraða og að sjálfsögðu, eins og vanalega, kann ég ekki neitt.
Í morgun skilaði ég umræddum verkefnum. Alltí einu finnst mér hljóma alveg hræðilegt að læra undir próf. Ég sit hér með bækur mér við hlið og kem mér ekki í að opna þær. Ég veit svo vel að þegar ég byrja þá fæ ég eitthvað í líkingu við taugaáfall.
Alltí einu finnst mér verkefnavinnan hljóma bara ljómandi skemmtilega. Gaman að leyta að heimildum og svona.. já ég er orðin klikkkuð.

En mikið ægilega verður huggulegt þegar það koma aðrir tímar og ég hef tíma til að hitta fólk á öðrum tímum en seinnipartinn þegar allt er að fara til fjandans. Kannski ég nýti tímann og hitti fólk sem býr ekki í þessu húsi. Ekki það að vinir mínir hér eru með því betra sem gerist.

Í gær rankaði ég við mér með fingurnar í eyrunum á meðan englabossin öskraði úr sér lifur og lungu. Hann bað mig um að binda hnút á blöðruna og þegar ég var búin að binda hnútinn skipti hann um skoðun - hann vildi s.s. ekki hafa hnút.
Mér fannst besta hugmyndin að þegja bara á meðan hann lét eins og ég hefði rústað ævistarfinu með einni athöfn.
Stundum, ok dálítið oft, langar mig að fara inn á bað, setja í mig eyrnatappa og loka. Gefa bara skít í þetta. Jákvæði punkturinn er þó að þetta er bara tímabil og tímabil hafa sem betur fer þann eiginleika að þau taka enda.
Jæja.. Tölfræðin bíður öll spennt og ég sé á bókinni að hún er að verða óþolinmóð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe..um daginn tók Úlfur svona blöðru-kast í hálftíma að því að samfellan sem ég setti hann í var ekki jafn góð og þessi sem ég tók hann úr. samfellann leit út eins og borðtuska á endanum..öll teygð og toguð etir kastið. God! vá hvað mig langaði bara að henda mér í gólfið og fara grenja líka!

og þessi próf...úff.

ást og friður. Heiður