jæja já.... ég eyddi stórum parti dagsins í gær í að reyna að upphugsa eitthvað annað að gera en að læra, eftir mikil heilabrot datt ég niður á hina fullkomnu lausn. Ég ákvað að bjóða vinum mínum í mat og jafnvel bjór á eftir :) Eftir það varð ekki aftur snúið ég rauk útí búð og verslaði eins og ég ætti lífið að leysa.... eldaði svo stórfínan mat. Við átum á okkur gat og settumst svo að drykkju og allir glaðir og kátir. Ég ákvað síðan að fara með systir minni í afmæli til frænku minnar en því miður mættum við 10 mín of seint á Gaukinn og það var ekki séns að komast inn því það var farið að rukka 1500 KRÓNUR inn vegna þess að það var að byrja ball með SÁLINNI... ég skil ekki að nokkur maður borgi 1500 til að horfa/hlusta á SÁLINA þegar það er kostur á því að fara á marga aðra bari sem kostar ekkert inná og bjórinn er jafnvel ódýrari en á Gauknum. En allavega ég ákvað að kyssa bara afmælisbarnið og fara svo að hitta vini mína og drekka meiri bjór. Ég gerð heiðarlega tilraun til að fara marga mismunandi bari en auðvitað endaði ég bara á Sirkus ... því miður var eignlega ekkert gaman þar þannig að ég arkaði bara heim kom þangað seint og um síðir loppin og köld og komin með nýtt samviskubit, búin að eyða of mikið af peningum í ekki neitt en jæja svona er þetta ... nú er komin nýr dagur og ég ætla ekki að eyða peningum í vitleysu í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli