þriðjudagur, janúar 13, 2004

jæja já... hvað á maður að gera... ég er ekki í skóla og bara 80% vinnu ... ég er alltaf í fríi, ég er samt í hugarfarslegri kreppu núna... get ekki ákveðið hvort ég á að vera hetja og drulla mér á æfingu og reyna að öðlast heilbrigða sál í hraustum líkama... hmmm já ég veit að ég á að nenna og það verður gaman á æfingu og ég hef ekkert betra að gera en að drulla mér þangað já en það er alltaf þetta EN ... ég er orðin svo léleg og með svo lítið þol eftir alla bjórdrykkjuna og reykingarnar síðustu mánuði djöfulsins sjálfskaparvíti. Ætla samt að gera eitthvað gáfulegt á morgun ætla að vakna snemma, ætla að fara og finna mér eitthvað annað að gera... eitthvað af viti ... já batnandi mönnum er best að lifa er það ekki????

Engin ummæli: