miðvikudagur, janúar 14, 2004

næturvakt næturvakt gaman á næturvakt... æji nei ekkert sérstaklega... en Gummi kom með rosalega góða sjávarréttasúpu með sér í vinnuna og súkkulaði og kók... og elsku drengurinn deildi þessu öllu með mér... nammi namm... Gott að vinna með góðu fólki. Ég færi hins vegar þau gleði-tíðindi að ég er að fara í háskólann víjjj... það hringdi kona í dag og sagði mér það... aftur víjjj... ég ætla að fara í mannfræði og mamma ætlar að lána mér fyrir skólagjöldunum víjjj... þá þarf ég ekki að hækka yfirdráttarheimild sem er stórt víjjj... mamma er góð mamma er best. Ég ætla að vera dugleg og fá háar einkunnir.
Eitt vandamál samt ... ég á engan pening og núna ætla ég að nota tækifærið og blóta ríkisféhirði fyrir að láta mann fá útborgað 21. des í stað 1. jan sem þýðir að maður eyðir öllum peningunum í jólagjafir og vitleysu og borðar svo beltið sitt í jafnúar vegna þess að maður á engan pening... en jæja skúri skúri skúri ....

Engin ummæli: