sunnudagur, janúar 18, 2004

nú er helgin að renna sitt skeið... æji er það ekki bara ágætt??? jú ég held það bara. Ég var að vinna á sirkus á fös. voða gaman .. ég var búin að búa mig undir það að enginn mundi vera á barnum sökum veðurs en viti menn þetta liði lætur ekkert stoppa sig og allir sem vettlingi gátu valdið ákváðu að skella sér á barinn svona í tilefni þess að það var snjór úti... já gaman gaman... mér tókst að detta niður stigann með fangið fullt af glösum og skella skemmtilega á bakið svo að núna er mér illt í bakinu og með marbletti hér og þar... en get verið glöð yfir að ekki fór verr, ég meina ég hefði getað dottið niður allann stigann en sem betur fer var það bara helmingurinn...
já en þetta er búin að vera mikil hrakfallavika, ég fékk ávísun úr vinnunni uppá heilar 7000 kr. en passaði hana ekki betur en svo að ég setti hana í þvott og nú er hún ónýt..7000 kr í ræsið já svona á að gera þetta...
ég ákvað líka að láta loksins verða að því að kaupa mér nýjar linsur svo að ég gæti séð á töfluna í skólanum, fyrst ég var nú að þessu á annað borð ákvað ég bara að kaupa 3 pakka, linsuvökva, ný box og eitthvað fleira dót... ég gekk laugaveginn og var svona frekar kalt á höndunum svo ég ákvað að stoppa í prjónabúð og kaupa garn og prjóna til að útbúa vettlinga, Ósk keypti sér líka dót til að búa til sjal... við vorum voða hamingjusamar vinkonurnar og ákváðum að drífa okkur heim og skella okkur í handavinnuna ... jú við förum í strætó og komumst heilu og höldnu heim en þegar átti að taka til við prjónaskapinn og máta linsurnar kom heldur en ekki babb í bátinn... pokinn fannst ekki, bara alls ekki, síminn var tekinn upp og við hringdum í strætó mörgum sinnum en nei því miður enginn poki fundist ... þar fóru sem sagt aðrar 7000 kr. út um gluggann... já ekki gaman að því, ég ber samt þá von í brjósti að ég eigi eftir að finna þetta í óskilamunum strætó þegar það opnar á morgun, en það er nú samt ólíklegt.. Svo síðast en ekki síst þá geymdi ég peysuna mína samviskusamlega "á bakvið" á Sirkus á föstudaginn meðan ég var að vinna... en þegar ég ætlaði að fara heim í peysunni þá var einver hálvitinn og græðgispésinn búin að stela henni %&#%!!! Skítapakk sem stelur fötum..
Þannig að ef einhver var rosa fullur á fös. og finnur rauða adidas peysu heima hjá sér endilega skila henni á Sirkus og ef einhver finnur poka með linsum og prjónadóti farið með það í óskilamuni strætó eða finnið mig... Jæja ný vika bíður og vonandi verður hún full af góðum viðburðum Smarta biður alla vel að lifa og skiptir yfir og út !!!

Engin ummæli: