miðvikudagur, maí 17, 2006

Tölvan komin úr viðgerð. Ég er ekki búin að gera neitt í kvöld nema glápa á hana. Hún er svo ótrúlega hljóðlát. Það heyrist bara ekki neitt hljóð, ekkert .. mér finnst það skrítið.
Ég sneri "eldhúsinu" mínu við í dag og nú er íbúðin öðruvísi.
Áðan ætlaði ég að ganga frá kæfunni en finn ekkert kæfulok en tvö Solluekkistirðu-kókosflögulok. Kannski er Sollaekkistirða að reyna að fá mig til að hætta að borða mikið unna óholla kæfu með því að éta lokioð og láta kæfuna mygla.
Í dag kúkaði Hjörtur tvisvar á gólfið og pissaði einu sinni á mottu. Nei ég á ekki kött ég á barn. Það hlýtur bara að vera svo ótrúlega notalegt að vera ekki innpakkaður í bleiu, bleyju, bleyu, bleiju.
Þegar hann fermist þá held ég ræðu um þessa færslu.
Góða nótt.

Engin ummæli: