mánudagur, maí 22, 2006


Áður en Hjörtur fæddist var ég búin að gera mér alls konar hugmyndir um ýmislegt varðandi það að vera mamma. Vá hvað ég vissi lítið.
Ég vissi hreinlega næstum því ekkert. Ég ætlaði mér alls konar hluti í uppeldinu. Ég gerði mér ekki nokkra grein fyrir því hvað maður verður eins og bráðið smjör í kringum þetta dásamlega barn sem mér hlotnaðist sá heiður að eignast.
Ég gerði mér enga grein fyrir hinu risavaxna leynifélagi mæðra sem ég er nú sjálfkrafa gengin í. Alltí einu er hægt að eignast nýjar vinkonur útum allt, með það eitt sameiginlegt að eiga börn. Alltí einu er ég orðin jafningi svo margra, alltí einu er allt svo miklu betra og ég skil svo margt svo miklu betur.
Hugsið ykkur. Matthías Hjörtur er bara 9 mánaða og hann, eða tilvera hans, hefur kennt mér svo ótrúlega margt.
Nú hlusta ég á með þolinmæði þegar fólk (konur) sem eiga ekki börn tala við mig um uppeldi eða hvað það er að eiga börn. Ég hugsa með mér að vonandi verða þær einhvern tíma svo ríkar að verða meðlimir í þessu magnaða félagi.
Leynifélagið er svo stórt og dásamlegt og meðlimir þess eiga svo óendanlega mikið sameiginlegt. Það er ekkert hægt að reyna að lýsa því með orðum, maður verður að vera þar til að skilja.
Á hverju degi hugsa ég um það hvað ég var mikill kjáni. Kjána kjáni.

Engin ummæli: