laugardagur, september 15, 2007

Flutt.
Jámm ég er flutt í alveg ótrúlega mikið huggulegri íbúð. Það geta meira að segja alveg fleiri en einn komið í heimsókn án þess að fólki líði eins og það sé í einhvers konar "troða inní skáp" keppni.
Mér finnst íbúðin bara alveg frábær, mér stendur meira að segja algjörlega á sama um ljótan gólfdúk og þá staðreynd að það þurfi að skipta um rúðu í svalahurðinni og mála svalirnar.
Allt er æði. Voða huggulegur panell í loftinu. Mikil lofthæð sem lætur manni líða eins og það sé miklu meira pláss. Eldhúsið stúkað af. Tengi fyrir þvottavél og þurrkpláss á baðherbergi.
Ég hefði aldrei trúað því að það væri svona mikill munur á 10 fermmetrum. En jú... það munar bara alveg öllu.
Við erum sem sagt alveg agalega hamingjusöm núna með nóg pláss.
Eina sem angrar mig í bili er að ég það virðist einn kassi/poki eða eitthvað hafa týnst. Mig vantar alveg slatta af dóti og ég get ómögulega munað hvar ég pakkaði því niður eða hvar það gæti verið niðurkomið.
Vona bara að það sé ekki í sorpu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu skvís... ertu ekki enn búin að finna heimasímann?? Við verðum nú bara að senda leitarflokk heim til þín til þess að leita að honum!!

marta sagði...

heyrðu jú heimasíminn er fundinn en svo alltí einu áttaði ég mig á að fataskápurinn minn var heldur tómlegur.
Gerði dauðaleit og fann að lokum kassa fullan af fötum í ruslageymslunni!!!
þá var það kassi sem hafði verið farið með yfir og við höfum örugglega verið orðnar svo svangar að við höfum gleymt honum fyrir utan og einhver samviskusamur nágranni áætlað að þetta væri rusl og sett þetta inní ruslageymslu.
En nu er hann fundinn og allt komið á sinn stað.

Nafnlaus sagði...

úff já hvað er málið með ljóta gólfdúka á stúdentagörðum!!

Ég lifi á einum gænum og megaljótum!!

En innilega til hamingju með að vera búin að stækka við þig!! Örugglega þvílíkur munur.

kossar
Norska systirin

Nafnlaus sagði...

jæja það er nú frábært að það er allt fundið og komið á sinn stað!!

Ég bíð svo bara spennt eftir búbba-kökuboðinu í nýju íbúðinni :)

Unknown sagði...

Guð, ég fékk alveg áfall eftir að hafa lesið færsluna, hélt að annar af pokunum sem við svo samviskusamlega hentum í ruslið eftir þrifin hefði kannski innihaldið þetta dót sem þú fannst ekki...

En svo las ég hér í kommentunum að svo var ekki, fjúkket!!

Til hamingju aftur með nýju fínu íbúðina, ég er sko sammála, hún er alveg æði :D

marta sagði...

haha já Auður það var líka það sem mér datt í hug fyrst.
Hvort ég hefði í alvöru breytt fatapoka í ruslapoka :)
En sem betur fer var svo ekki.

ThP sagði...

afi snæbjörn hann hendir hendir öllum svörtum ruslapokum. Í sumar er hann búin að henda einum poka af dúkum og þrem af tuskum, vertu bara fegin að hann kom ekki nálægt þessum flutningum...

Nafnlaus sagði...

Velkomin í ljótadúkafélagið. Félagsgjöld eru greidd einu sinni á ári og fara þau í að kaupa bón og skúringartuskur :)