þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Stundum virðist ég bara ekkert vita. Ég bara geri eitthvað sem er ekkert sniðugt og skil svo ekki neitt í neinu.
Á laugardaginn fór ég út .. fór í hressandi partý og það var voða gaman. Kynntist gömlum nágrönnum og talaði mig hása. Varð hissa og hafði það gaman.
Fór út... og síðan ekki söguna meir.
Amk ekki sögur sem eru til frásögu færandi. Kom heim seint og um síðir. Eyddi deginum eftir í nánari kynnum við flísarnar á baðherberginu en ég kæri mig um að ræða.
Fannst ég mjó á mánudaginn og svei mér þá ef ekki endurnærð til að takast á við skólaverkefni.
Þess vegna sit ég núna og geri verkefni um bráðarugl. Kannski þjáðist ég af bráðarugli á laugardaginn. Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið að koma úr aðgerð.
Ja... maður spyr sig.

Annars sá ég ótrúlegt sár í dag. Fannst það ekkert ógeðslegt og varð eiginlega bara dónalega æsta af áhuga og spenningi. Maður sá sko beinið og allt.
Ég fann líka gjörgæslulykt og fann alltí einu að þarna var komin spítalalyktin sem mér finnst svo góð. Ég vandaði mig við að anda djúpt og mikið á meðan ég staldraði þar við.
Ætli ég sé ekki á réttri hillu þó sum verkefnin séu leiðinleg og ég ekki nógu dugleg að læra? Jú ég held það...
Yfir.

3 ummæli:

Hel sagði...

Ég hitti þig allavega á Ölst.

þetta var eimitt svona bráðaruglkvöld hjá mér líka..

Nafnlaus sagði...

vá þú átt svo eftir að verða bestasta hjúkka í heimi.. þú verður ein af fáu hjúkkum á landinu sem ELSKAR vinnuna sína:) hlakka til að lenda inná deild þar sem þú verður að hjúkra henni sjúku mér:P

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið fyrir viku síðan :)
ég mundi alveg eftir því - hef alltaf gert það og svo á EInar líka afmæli sama dag þannig að ég á aldrei efitr að gleyma því - ég kemst bara svo sjaldan á netið.
En ég vona að dagurinn hafi verið ánægjulegur og í alla staði góður.
afmælisknús
Aldís
takk fyrir afmæliskveðjuna frá þér :) ég var ægilega glöð að fá svona kveðju frá frænku