miðvikudagur, febrúar 27, 2008



Það er fátt betra en að koma glaður út úr prófi, sækja barnið og fara heim og eiga kósý stund saman. Reyna að bæta fyrir stressið og öll skiptin sem sagt var: elskan mín núna er mamma að læra...

Í dag borðuðum við Hjörtur bugles með púrrulaukssúpu-ídýfu og drukkum trópí og töluðum um Þuríði sem fór í stóru flugvélina, Hjörtur sagði mér líka að hún hefði komið og borðað hjá okkur áðan og að hún ætlar að koma aftur seinna.

2 ummæli:

ThP sagði...

ohhhh *grát* ég er alveg að koma, mig langar líka í böggles og ídýfu, það bara er ekki eins á bragðið hérna á akureyri... tvær og hálf vika og þá ætla ég að koma og leika :D miss you

ThP sagði...

jæja, nú eru tíu dagar þangað til ég kem og þá verð ég í 7 daga, eruði búin að plana kaffiboð og svoleiðis?