föstudagur, mars 28, 2008

Ég er yfirleitt svona morgunmanneskja. Vakna snemma og er fljót að vakna og allt það. Ég hef aldrei skilið hvernig fólk getur sofið langt fram eftir degi. Stundum hef ég meira að segja lagst svo lágt að gera grín að fólki sem sefur mikið og lengi.
En jæja... svo ákvað forsjónin að gera smá grín að mér, leyfa mér að finna hvernig það er að vera þreyttur á morgnanna. Eða svona því sem næst. Ég á barn sem getur ekki fyrir nokkurn mun vaknað snemma. Hann er úrillur og fúll og vill alltaf sofa meira. . Gengur meira að segja stundum svo langt að lemja mig og öskra "nei nei nei" þegar ég reyni, blíðlega að sjálfsögðu, að koma honum á fætur á morgnanna. Í dag svaf hann td til hádegis.
Það verður eitthvað skrautlegt þegar þetta barn verður unglingur og vill sofa ennþá meira.

4 ummæli:

soffia sagði...

Ég hefði svona vonað að við ættum eitthvað annað sameiginlegt ;)

Nafnlaus sagði...

Vá viltu skipta?

Ég er einmitt lengi að vakna og vil vakna seint en á barn (börn jafnvel) sem er rokið upp milli sex og sjö og vill fá eitthvað fjör í húsið.

Nafnlaus sagði...

ha ha ha Ég er ORÐIN svona morgun manneskja með yngra eintakinu á heimilinu í morgun td Á LAUGARDEGI var vaknað kl 6/45 !!!!
Mamman var ekki glöð þapr sem að pabbinn er að vinna!!!
En annars held ég að þú getir alveg reynt að læra að vera ekki morgunmanneskja lol
annars var rosa gaman að lesa sunnudagaskóla bloggið þar sem ég var oftar en ekki með þér í þessum sunnud.skóla heimsóknum.
Svo er maður spurður í hvað kirkju ég sé og hvað á ég að segja??
Hmm hvítasunnukirkjunni salem,hjálpræðishernum eða þjóðkirkjunni?
Svo bætir ekki úr skák að afi Gummi var votti, og þaðan kom allt mitt trúarlega uppeldi.
Lífið er skondið hehehehe
Kv Hilda.

Nafnlaus sagði...

úffff hann mætti nú alveg kenna dóttur minni smá af þessu. Ekkert óalegengt að hún vakni kl 6 og í síðasta lagi kl 7.
Frekar þreytt mamma sem vaknar með henni svona flesta morgna :)