miðvikudagur, júní 11, 2008

Dásemdarmorgun.
Alveg var ég búin að gleyma því hvað það er yndislega ljómandi að sitja ein á svölum. Mér finnst líka gaman að hlusta á flugvélarnar og vindinn og verða heitt í framan af sólinni.
Bókin er að verða búin en ekkert sem bíður mín annað en önnur skemmtileg bók.
Stundum er alveg best að vera ein í fríi á virkum degi.
Sólgleraugu kæmu sér samt alveg vel.

Viðbót: Hvernig er hægt að vera með sólarvarnarbrúsann á lofti hálfan daginn og gleyma að bera á bringuna, mesta hættusvæðið?

Ég held að þvottavélin sé að gefa upp öndina. Engin brjóstahaldaraspöng í henni núna en hún jarmar samt.

3 ummæli:

ThP sagði...

men djö... það er ekkert að gera! má ég koma og vera með?

Nafnlaus sagði...

ohhh það er svo fínt að spóka sig bara einn með sjálfum sér..:)

Miss u...

Nafnlaus sagði...

Ef þér leiðist einni á svölunum þá er ég alltaf til í að sleikja sólin!!