laugardagur, júlí 05, 2008

Barnið vaskar upp og ég hangi í tölvunni.
Stefnan er tekin á sund á eftir og svo skoða mannlífið á Akranesi. Við fögnuðum í gær þeim merka áfanga að vera komin í sumarfrí.
4 vikur þangað til hversdagurinn tekur við á ný. Margt og mikið planað, ætla að reyna að þeysast landið þvert og endilangt og sýna mig og sjá aðra. Mývatn og Ísafjörður.
Reyndar er sumarpróf í lok ágúst og það verður víst að nýta einhvern tíma í að læra undir það, en það er alltí lagi. Ég er nú að læra eitthvað sem ég hef áhuga á svo það hlýtur að vera hægt að gera það skemmtilegt. Það er bara svo fáránlega erfitt að byrja...

Annars er það sem af er sumri búið að vera dásemd. Stundum dáldið erfitt að vera í fullri vinnu og hafa alltaf brjálað að gera. Ég er konan sem sef heilu og hálfu kvöldin yfir sjónvarpinu.

Í vinnunni um daginn fékk ég hressandi hrós þegar mér var tjáð hvað ég hefði falleg handarabök!! Handarbök!!

Hils

Engin ummæli: