mánudagur, júlí 14, 2008
Einu sinni var ég konan sem gleymdi öllu útum allt. Svo breyttist margt og ég taldi mig hafa losað mig við það sem lét mig gleyma öllu mögulegu.
Stundum koma stundir sem segja mér skýrt og greinilega að ég mun alltaf vera konan sem gleymir hlutum.
Um helgina gleymdi ég hlutum á hinum ýmsu stöðum. Fór í Vogafjós, ætlaði í kaffi en hætti við og ætlaði að fara að bruna burt þegar ég mundi skyndilega að veskið hékk inni á stólbaki.
Ég fór í Strax og verslaði bensínkort fyrir 5þúsund. Það hnussaði dálítið í Þuríði þegar ég snarsneri við á planinu í Reynihlíð. Þá mundi ég skyndilega að ég hafði skilið bensínkortið eftir í glugganum í Strax, undir klístraðri servíettu.
Undir lok ferðarinnar fórum við sonur í gönguferð uppá Hverfjall. Það var voða gaman, ég bar barnið á bakinu hálfa leið en svo labbaði hann sjálfur upp. Uppá fjalli voru teknar myndir og útsýnið skoðað. Svo hlupum við skríkjandi niður, duttum oft og skemmtum okkur vel.
Loksins þegar við vorum komin alveg niður þá mundi ég hvar ég sá gleraugun síðast. Það var þegar ég tók þau af til að sitja fyrir á mynd, ég lagði þau í mölina efst uppi, rétt hægra megin við stígin þar sem maður kemur upp.
Það þarf kannski ekki að taka það fram að ég sneri ekki við. Ef einhver á leið um Hverfjall á næstunni þá á ég þessi gleraugu.
Annars var helgin alveg dásamleg í góðum félagsskap. Ekki var verra að keyra heim um hánótt og láta lesa fyrir sig á meðan. Takk Þuríður fyrir dásamlegt ferðalag.
Hvar er eiginlega þessi fugl?
Hils Marta
P.s. Gleraugun voru ekki mjög verðmæt, ég fékk þau gefins, hálfónýt eftir að eigandin hafði fengið sér ný. Ég nota ekki gleraugu að staðaldri en ætti í raun að eiga ein. Ég hafði þau með því það er skemmtilegra að sjá þetta dásamlega útsýni skýrt. Mér fannst sagan betri án þessara upplýsinga :) MJ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Æ hvað þið eruð bæði sæt og fín!
hahhahahaha marta þú ert náttla bara seinheppin!:)
knús á ykkur... sjáumst á eftir;)
ok, Marta ég bara verð.... Fuglinn var ekki fugl heldur myndavél! í alvörunni! ahahah hvílík helgi! og það sem þér tókst að týna! ég er mest hissa á því að þér hafi ekki tekist að týna hreinlega bara sjálfri þér þarna í sveitinni! Djísús. Nú allavega, ég hlakka til næst bara, þá mæli ég með því að þá reynir þú að hafa alltaf mat við höndina svo þú verðir ekki svöng og pirruð og svo binda við þig helstu hluti eins og síma, bíllykla, gleraugu, veski og svona lauslega hluti sem mögulega gætu gleymst. Ég skal líka vera með mat á mér ef þú gleymir því eða finnst það óþarfi. Þú ert ekkert rosa skemmtileg þegar þú ert svöng, en stórlagast um leið og þú færð smá í gogginn ;) nú allavega. Þinn sjálfvirki sleppibúnaður er klárlega betri en minn. ´
Góðar stundir.
hahah ég man þegar Þura frænka þín sagði þetta fyrst við mig fyrir mörgum árum - að ég væri með sjálfvirkan sleppibúnað :)
En helgin var dásamleg :)
Ég hata Akureyri alls ekki eins mikið og ég let í veðri vaka þegar ég var að andast úr hungri... Afsakið geðsýkina :) ég vissi þetta ekki einu sinni sjálf.
btw - hver er nafnlaus þarna efst?
Hæhæhæ
Djók. Illa sein að fatta að ég hafi ekki kvittað þarna efst!!
Mér finnst sumsagt þú og litli spóinn sjúklega kjút í íslensku sumarblíðunni!!
og hey já btw mér finnst klipping þín líka ofur töffuð :)
kv HEIÐA sysss
Skrifa ummæli