miðvikudagur, september 24, 2008

Jæja best að lífga uppá þetta blogg með einhverju skárra en bitri skólafærslu. Verst að ég hef eiginlega ekkert um að tala nema skólann. Núna er ég að gera aðferðafræðiverkefni. Ég get svo svarið að ég heyrði meinlokuna skellast aftur þegar ég byrjaði að lesa.
En nú er eitthvað að gerast.
Ég brunaði til Ísafjarðar um helgina ásamt barni og hluta af systkinum. Tilefnið var að bera augum hana litlu Irmu Karítas og ég varð alveg alls ekki fyrir vonbrigðum. Það var ægilega gaman að sjá hana og fjölskylduna alla í Tangagötunni, eða var það Smiðjugata?
Í dag gerðist ég svo ofur sparnaðarkona þegar ég sótti barnið á leikskóla, skelltí því hjólakerruna og hjólaði í Bónus! Fannst ég ægilega kreppu- og umhverfisvæn. Er ekki frá því að ég hafi skorað nokkur auka prik hjá sjálfri mér þegar það fór að rigna og ég var akkúrat hjóla upp brekku á móti vindi. Mér finnst ég vera algjör harðjaxl :)
Bæjó Marta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vóhó skoraðir jaxlaprik í minn kladda!!

Er líka að kreppast svona á hjólinu en bý ekki svo vel að hafa svona barn og kerru í eftirdragi þegar ég sniglast úr bónus með pokana á stýrinu!

=> heppna þú = félagsskapur og pokaberi!

En knús á þig kona
Heiðan

Gríshildur sagði...

Þú ert mega harðjaxl :-)

Nafnlaus sagði...

töffari;)
kv. Svala