Ég sat í gömlum strætó, svona með mjórri hurð að aftan. Strætóinn beygði eins og enginn væri morgundagurinn og fauskurinn frammí rétt svo stoppaði til að hleypa farþegum inn/út og brunaði svo aftur af stað. Ekkert að hinkra á meðan fólk fékk sér sæti enda algjör óþarfi, bara góð jafnvægisæfing fyrir mig og minn 3 ára. Hann hlustaði á "kátir voru karlar" á hæsta styrk í útvarpinu. Alltí einu fannst mér brakið og brestirnir í strætó, tónlistinn, hraðinn á vagninum, lyktin og fúli karlinn frammí vera svo óskaplega íslenskt. Það vantaði bara fyllibyttuna.
Hils Marta
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já ég komst ekki í strætó, var heima að brugga.
hahahahaha þú ert snilli:D
hættu bara að fara í strætó.. þú ert námsmaður... þeir eiga að nota bíla, ekki strætó og hjól!;)
sjeibsí
Skrifa ummæli