föstudagur, október 24, 2008



Ég verð stundum hreinlega hrædd við það hvað ég er orðin mjúk manneskja og meyr eftir að barnið kom til sögunnar. Er algjörlega búin að týna harðajaxlinum einhvers staðar á leiðinni.
Ég hélt í alvöru að ég meyrleikinn sem fylgdi óléttunni mundi minnka þegar hún væri yfirstaðin. Mikill misskilningur þar á ferð. Þetta ástand eykst bara ....
Um daginn hringdi vinkona min í mig næstum þvi æpandi og gólandi af geðshræringu.
"Marta! krakkinn var að hætta á leikskólanum og ég var næstum því farin að grenja!!!! Hvað er eiginlega að mér???"
Hef átt svipaðar samræður við aðrar mömmu vinkonur. Þetta jaðrar alveg við að vera fáránlegt, eða er hreinlega fáránlegt. T.d. finnst mér alveg agalega erfitt að mæta á skemmtanir í leikskólanum. Þar eru allir svo krúttlegir og foreldranir svo miklar dúllur að mig langar bara til að taka upp vasaklútinn og taka eitt gott grenj!
Stundum væri hreinlega ágætt að eiga smá eftir af harðjaxlinum.

Allavega, að öðru, eða svona næstum því. Þessi tveir litlu strákar eru svo heppnir að eiga hvorn annan. Þeir eru svo yndislegir vinir og hafa verið það svo lengi sem þeir muna. Það er algjörlega ómetanlegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú verður bara að fara til tannlænknis og biðja um nýjan jaxl
kv. Aldís

hilda sagði...

krútt.....i´m there with you;)