fimmtudagur, mars 09, 2006

Meðan drengurinn var að sofna ákvað ég að borða poppkorn yfir sex and the city. Svo var hann aðeins lengur að sofna en ég hafði áætlað og ég fór að hafa áhyggjur af því að ná ekki að poppa fyrir þáttinn. Svo var ég bara enga stund að því og ennþá fljótari að borða poppið.
Þegar 1. auglýsingahléið kom var ég búin með poppið og byrjuð að borða soya-súkkulaðibúðinginn minn. Ég er á þeirri skoðun að allt sem færst í yggdrasil sé hollt. Maður borðar víst ekki of mikið af hollum mat.
Annrs fór ég í bæinn í dag og þræddii búðir sem selja lífrænar vörur sem og aðrar vörur sem eiga að vera sérlega góðar. Ég keypti 1 eða fleiri hluti í hverri búð. Sýnist mars ætlar að enda með hrísgrjóna-/núðluáti.
Gaman gaman.

Engin ummæli: