þriðjudagur, mars 21, 2006

Mjólkuróþol.
Alltí einu hef ég öðlast nýjan skilning á þessu orði. Blessað barnið er með mjólkuróþol og það gerir það að verkum að ég má ekki neyta neins sem innilheldur mjólkurvörur af neinu tagi. Til mjólkurvara telst næstum því allt. Það er troðið mjólk á ólíklegustu staði, í soyaost, í gervirjóma, í lifrapylsu, pestó og svo ég tali nú ekki um allt góða bakaríisgúmmilaðið sem er svo gaman að borða. Ef endalaust er verið að erta ofnæmið í drengnum verður slímhúðin viðkvæmari og hleypir fleiri efnum í gegnum sig. Af því getur leitt að hann ávinnur sér ofnæmi/óþol fyrir fleiri matvælategundum. Allt gæti þetta mögulega farið á versta veg og barnið endað með fjöl-fæðuóþol eða eitthvað álíka. (óþol fyrir hnetum, glúteini, mjólk, eggjum). Það mundi minnka lífgæði hans til muna. ´
Ég vil að sjálfsögðu að hann njóti alls hins besta í lífinu svo ég mun gera allt sem ég get til að þetta gerist ekki. en vegna falinna mjólkurvara í matvælum, og þess að mjólk er stundum til staðar undir dulnefni, hef ég verið að neyta mjólurvara óafvitandi. Þannig hef ég valdið slímhúð hans óþægindum og aukið líkurnar á áframhaldandi óþoli.
Núna er þetta búið og ég er orðin mjög "anal" á að neita alls engra mjólkurvara af neinu tagi. Læknirinn sagði mér að þetta væri ekki spurning um magn heldur bara ef mjólkurpróteinin eru til staðar.
Þess vegna vil ég segja ykkur að það er alveg bannað að gefa Hirti neitt sem ekki er vitað hvað er í. Það er líka alveg bannað að gefa okkur eitthvað sem inniheldur mjólk og segja "nei nei engin mjólk í þessu". Já ég hef alveg lent í því.
Þetta er alvarlegt mál og alls engin dilla.
Annars bara allt gott.
Át á mig gat, margir í heimsókn = gaman :)

Engin ummæli: