föstudagur, mars 17, 2006

Mesti viðbjóður í geimi!!!
Ég fór inná bað áðan og þá sá ég alltí einu 2-3 pínulitlar flugur/pöddur/hrylling skríða uppúr niðurfallinu í vaskinum! Ég leit betur í kringum mig og þá sá ég eina ofan í baðinu og nokkrar á gólfinu !!! *hrollur,ógeð og hryllingur*. Ég hóf fjöldaslátrun og spreyaði svo ajax universal útum allt, setti tappa í vask og bað og lokaði hurðinni.
Nú sit ég hér og mig klæjar alls staðar og vantar að pissa.
Kannski nýta skordýrin sér Ajax-eiturgufurnar og næst þegar ég opna bíður mín risa fluga í hefndarhug.

Engin ummæli: