mánudagur, janúar 08, 2007

Ég get svo svarið það að hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands er að gera könnun á því hvernig (mögulegir) verðandi hjúkrunarfræðinemar standist langvarandi álag og óvissu.

Mér finnst þetta vera bölvaður dónaskapur og óvirðing. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera að fólk taki sér langan tíma í að fara yfir krossapróf!!!!

Hana nú.
Marta

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er alveg ferlegt. Finnst afar skrýtið hvernig er staðið að málum þarna í HÍ!!

Nafnlaus sagði...

uss... þetta er rosalega lélegt! Ég held að ég sé tapa mér af stressi yfir þessu. Svo þegar ég kíki á síðun þá magnast hjartslátturinn svo rosalega að það ætlar bara allt um koll að keyra! úff....

Nafnlaus sagði...

Hverjar eru bestar??? Við, við, við. Til hamingju til þín og til mín og Völu og Agnesar og Heiðu. Við verðum lannngbestu hjúkkur bæjarins.