þriðjudagur, janúar 30, 2007

Skólinn.
Byrjaði daginn á því að sitja hálf ber að ofan á meðan minn kæri samnemandi ungfrú Kristín hlustaði á mig anda og bankaði mig alla í bak og fyrir.
Í smástund héldum við að ég væri með ofvaxna þind og að lifrin hennar væri vitlausu megin en það var að sjálfsögðu helber vitleysa.

Núna er ég heima að læra nema ég er ekki að læra. Ég er ekki nógu skipulögð til að vera að læra. Ég ætlaði að fara að læra en þá var námsefnið alltí hrúgu ofan í skúffu og ég vissi ekki hvar ég átti að byrja. Ég ákvað þá að það væri sniðugast að raða í möppu. En ég gat ekki raðað almennilega í möppu því ég er ekki búin að kaupa svona dót til að skipta möppunni í kafla, þannig að ég setti bara glósurnar í hrúgu í möppuna, það er amk skárri staður en skúffan.
Jæja ég ákvað að skipta þá um fag og skoða glósurnar fyrir morgundaginn. Byrjaði að prenta út en nei... þær glósur eru bara á acrobat og bara ein á glæru, þversum.
Ég tek ekki þátt í svoleiðis vitleysu.
Ég fór niðrí geymslu að leyta að gömlu kaflaskiptidóti, fann það ekki. Möppurnar duttu úr hillunni og ég sparkaði í hilluna.
Blöðin duttu á gólfið svo ég barði í borðið.
Er ekki komin tími til að fara í ikea?

Ætli ég fari ekki bara að taka til og svo að sofa, ekki hægt að læra fyrr en ég er búin að kaupa eitthvað. Mér finnst líka eins og morgundagurinn henti fullkomnlega til lærdóms.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held að það séu skipulagsdagar í Ikea múhahaha - eigum við að fara í hópferð :D

Nafnlaus sagði...

hahaha eitthvað kannast ég við svona lærdóm ;)