þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Að mínu mati er dagurinn ekki nógu langur og orkutankur líkama míns ekki nógu stór.

Það er svo algengt að svo margt þurfi að gerast svo hratt. Mig langar bara að gera hlutina í rólegheitum, amk svona flest.

Besti tími dagsins er þegar ég leggst uppí rúm með stúf. Stundum er hann pínu fúll yfir að dagurinn sé búin en oftast er hann sáttur. Svo leggjumst við saman og knúsumst. Hann borar hausnum í mig og ég kyssi hann til baka.
Svo leggst ég á hliðina og set hönd undir kinn og bý til kodda úr olnboganum mínum. Hausinn á stúf passar fullkomlega á koddann og kroppurinn hans passar fullkomlega í plássið sem búkurinn á mér myndar.
Svo eru fæturnir hans akkúrat mátulega langir og hendurnar mína akkúrat mátulegar svo ég get strokið honum um fæturna.
Svo sofnar hann og ég ligg alltaf aðeins of lengi því það er svo notalegt.

Hann sofnar ekki sjálfur því þá mundi ég missa af svo miklu, hann sefur ekki í sínu rúmi því mér finnst svo gott að hafa hann hjá mér.

Góða nótt.

5 ummæli:

Hel sagði...

mússímúss

Nafnlaus sagði...

Fallegt

Nafnlaus sagði...

:) já yndislegt að kúrast með þessum elskum

Nafnlaus sagði...

Þetta finnst mér krúttlegt!!

Nafnlaus sagði...

..æjj en sætt :)

svo notarlegt og fiðsælt að kúra hehe..

kv. Brynja