þriðjudagur, mars 20, 2007

Í morgun átti ég að mæta í verklega lífeðlisfræði kl 8. Ég valdi sjálf þennan tíma og skildi ekkert í sjálfri mér þegar ég vaknaði í morgun, hvað var ég eiginlega að hugsa?
Barninu var hent á lappir og á leikskólann og ég hljóp af stað uppí Læknagarð. Fyrir þá sem ekki vita þá er læknagarður staðsettur á svipuðuðm slóðum og BSÍ, samt í aðeins meiri fjarlægð, séð heiman frá mér.
Nú jæja ég mætti þangað kl 8:15 og finn hvergi stofuna. Leita og leita og nei engin stofa merkt vefjafræði. Það fer að læðast að mér illur grunur.
Átti ég örugglega að mæta í Læknagarð? Nú jæja ég ákvað að kveikja á tölvunni og athuga hvort ég fyndi einhverja upplýsingar. Nei nei ekkert þar nema óljós vísbending.
Nú mundi ég eftir lista sem hangir á vegg í stofu 103 í Eirbergi. Ég labbaði, mjög hratt, þangað og fann listann og þar stendur : "tímarnir eru kenndir í stofu 196 í öskju"!!!!! Dauði og djöfull.
Ég hljóp sem sagt alla leið til baka og mætti rúmlega hálf tíma of seint í tíma.
Komst reyndar að því að tíminn átti að byrja 8:15 en ekki 8.
Var farin að sjá fyrir mér alls konar drama. Til dæmis að ég mundi ekki mega mæta og yrði að mæta í næstu viku og þá verð ég í verknámi og kemst ekki. Eða að ég þyrfti að standa rjóð og sveitt uppi á töflu og segja öllum hvað ég er mikill kjáni.
Ekkert af þessu gerðist og ég laumaði mér í tíma, settist aftast og fór að glósa eins og vitlaus. Svona eins og ég hefði verið þarna allann tímann.

4 ummæli:

ThP sagði...

ahaha Marta kellingin.... þess vegna áttu að gefa mér afrit af tímatöflunni þinni ;)

Nafnlaus sagði...

*fliss* Ertu nokkuð ólétt?

Nafnlaus sagði...

hehehehe....
Ég get vel ímyndað mér dramakastið!! :)

Nafnlaus sagði...

híhí akkúrat Marta sem ég þekki híhíhí