miðvikudagur, maí 16, 2007

Jæja..
Prófin loksins búin og ég búin að fagna á sérstaklega viðeigandi hátt. Hitti skemmtilegt fólk og talaði frá mér allt vit. Drakk skot þangað til ég var dofin í munninum og undir lokin fann ég mig drekkandi tequila úr rauðvínsglasi, milli þess sem ég sýndi kunnáttu mína í ólympískum hnefaleikum. Mjög hressandi.
Ég fór meira að segja út í pilsi, með maskara og púður! Mér fannst ég alveg ógeðslega skemmtileg og hress :)
Dálítið spes að sitja núna heima og engar skyldur hvíla á mínum herðum. Ég gæti alveg tekið til en .... bla.. einhver sagði mér að skíturinn fer ekki neitt á meðan ég hangi.
Á mánudaginn grillaði ég líka bóg. Grillaði er kannski of vægt til orða tekið, ég kveikti í bóg, svo mikið að ég þurfti að hafa mig alla við að slökkva í honum. Það komu meira að segja svartir blettir á tréhillurnar á grillinu.
Þarf ég að segja frá því að bógurinn var ekkert sérstaklega góður, sveppirnir voru samt æði. Maísstönglarnir mistókust líka.
Er ég að segja frá þessu?

Barnið kom svo frá pínulitla útlandinu í dag og nú eigum við framundan nokkra daga saman í fríi áður en alvara lífsins hefst og ég styng mér í djúpu laugina í fyrsta skipti á nýjum vinnustað.
Dekraða barnið sefur nú hér í sófanum því mig langar að horfa á hann aðeins lengur en mig langar líka að horfa á sex and the city.

Jæja Marta, þegiðu nú.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir æðislegan boð í þessa dýrindis grillveislu þína, skil ekkert í því að ég hafi mætt of seint hehe og já þúsund þakkir fyrir þetta skemmtilega, óvenjulega og dramatíska djamm hehe bara rugl skemmtilegt þetta djamm sem við tókum!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með próflokin :)

ThP sagði...

uuu já takk fyrir skemmtunina og sorrý þetta með maísstönglana.

Hey hvar eruði núna samt?

Nafnlaus sagði...

Sjaumst i sumar maedgin:)
Hrund