Við mæðgin áttum mjög huggulega frídaga saman. Við dunduðum okkur við að hitta fólk og vera saman. Um helgina fórum við í skírn Úlfs Esra. Að sjálfsögðu mjög falleg athöfn og veitingarnar alveg dýrindis. Ég er ennþá að hugsa um hvað allt var gott og hvað mig langar í meira. Það lýsir kannski betur sjúkleika mínum heldur en gæðum veitinganna.
Nú er ég orðin vinnandi kona.
Það var gaman að mæta í vinnuna í morgun. Reyndar leið mér frekar kjánalega þar sem ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera. Þetta endaði svo allta saman vel enda svo mikið indælisfólk sem ég er að vinna með.
Mér finnst líka gaman að vera í vinnunni og horfa á hina sem eru búnir að læra meira og hugsa um það hvað ég hlakka til þegar ég verð búin að læra meira.
Þá get ég skipulagt, mælt og potað meira.
Ég hlakka ógurlega til að eyða sumrinu þarna og læra fullt fullt fullt. Það verður líka hressandi að fá smá pening, pening sem er ekki yfirdráttur.
Mikið rosalega er huggulegt að þurfa ekki að læra á kvöldin. Ekkert samviskubit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég sakna ykkar líka ógurlega og mikið væri nú gaman að fá ykkur í heimsókn hingað í sveitina. Hér er sko allt fullt af me og brabra og það minnkar ekkert á næstunni. Svo er líka þessi svakalega skemmilegi leikvöllur í þorpinu og lónið hefur bara aaaaldrei verið betra. Þið eruð hjartanlega velkomin hvenær sem er, það eru sko skilaboðin frá familíunni í austurhlíð.
Það er ekki ein manneskja búin að hringja í mig síðan ég kom í sveitina. Það er fínt, ég ætla að slökkva á símanum mínum núna og fram á sunnudag svo ég fái garanteraðan frið. Hringi í ykkur eftir helgi :D
Það er frelsi að fá að vera í skóla en ennþá meira frelsi að komast í frí frá honum :D
Gríshildur
Skrifa ummæli