þriðjudagur, júní 19, 2007


Í dag fékk ég að vera viðstödd þegar settur var gangráður í manneskju. Mér fannst það alveg ógeðslega gaman.
Ég var meira að segja með fiðrildi í maganum og leið einhvern vegin eins og ég væri að horfa á einhverja alveg frábæra bíómynd. Sem betur fer var ég með grímu á andlitinu sem faldi heimskulega "vá" svipinn sem ég var með allann tímann.
Svo var ég með kjánaglott það sem eftir var dags. Mig langaði að hoppa og segja VÁ! Mig langaði líka að fara til sjúklingsins og segja honum hvað aðgerðin hans var frábær. En ég gerði það ekki.
Mig langaði að tala ógeðslega mikið um aðgerðina. Ég reyndi nú samt að halda smá kúli og talaði bara mikið um eitthvað annað.
Jess ég fæ alveg fiðrildi í magann af því að hugsa um þetta. Jæja ég er amk ekki á villigötum í náminu mínu.
Ekki í bili.
En í dag er húsið búið að vera fullt af gestum og ég eldaði mat og allir voru kátir. Reyndar bara örlítð að á slagsmálum og öskrum og einn klemmdi sig pínu. Ég er heldur ekki frá því að einn barnadiskur liggi í grasinu fyrir neðan svalirnar mínar. Svo er líka allt í krömdu grænmeti á svölunum. Tveir enduðu svo daginn sinn sofandi á sitthvorum sófanum, rjóðir í kinnum.
Huggulegt.

2 ummæli:

Hel sagði...

fyndið ef þú værir að tala um fullorðið fólk

7fn sagði...

LOL fullorðið fólk ... sjitt meig smá á mig hahahaha.. snilld:D

takk fyrir daginn.. ekkert smá gaman að hnöðlast með ykkur :*